Íþróttahús

Íþróttasalur er 1152.m2. Gólfið er c.a 44m x 23m með löglegum völlum og búnaði fyrir allar allmennar íþróttagreinar. Fjórir búningsklefar eru í húsinu tveir klefar fyrir íþróttasal eingöngu.

Íþróttamiðstöðin í Garði er fullbúið íþróttahús fyrir alla íþróttaiðkun og keppnir í öllum íþróttagreinum s.s körfubolta, fótbolta og handbolta. Miðstöðin býður upp á íþróttasal með löglegum völlum og búnaði fyrir allar almennar íþróttagreinar. Rafdrifnar körfur eru í lofti og mörk fyrir bæði handbolta og fótbolta.

Battar eru með langhliðum salarins og hentar salur íþróttamiðstöðvarinnar vel fyrir stóra viðburði, aðstaða fyrir barnaafmæli, sýningar, ráðstefnur og stórar árshátíðir.

 

Reglur fyrir notendur íþróttasal

Kæru Þjálfarar, kennarar, foreldrar og forráðamenn í einkatímum. Að gefnum tilefnum viljum við benda á atriði sem meiga fara betur.

  • Vinsamlega passið að börn séu ekki að leik í áhaldageymslu, slíkt getur verið stór hættulegt.
  • Vinsamlega bindið ekki hnúta á kaðla, því það skemmir þá.
  • Vinsamlega farið ekki með matvæli, gos og svala inn í íþróttasal.
  • Notkun á útiskóm og skóm sem lita gólfið er ekki leyfð í íþróttasal. Gervigrasskór sem eru notaðir á slíkum inni völlum bera mikið af gúmíkúlum sem lita gólfið , bannað er að nota slíka skó nema að þeir hafi verið sérstaklega vel þrifnir áður.
  • Notkun á Trampólíni er stranglega bönnuð nema í íþróttatímum og í sérstöku leyfi sem gefið er af starfsmanni.
  • Bannað að vera með krap og candy floss í húsinu (afmæli).
  • Athugið að ganga frá áhaldageymslunni eins og myndir sína í áhaldageymslunni. Allt dót á sér stað og á að fara á þann stað eftir notkun. Sýna tillitsemi.

Til þeirra sem stunda æfingar í íþróttasal sem ætlaðar eru fyrir fullorðna

  • Eindregin tilmæli til þeirra sem hlut eiga að máli, að börn verði ekki með í slíka tíma, þar sem það getur valdið alvarlegum slysum.

 

Þökkum tillitsemina

Starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar