27. mars- 2025
Skelin - Barnamenningarhátíð Suðurnesjabæjar
Skelin – barnamenningarhátíð í Suðurnesjabæ verður haldin í fyrsta sinn dagana 1.-6. apríl 2025. Á hátíðinni verður margt í boði fyrir börn og ungmenni líkt og ratleikur, sundlaugarpartý, óhljóð, ljósabolti, ljóð í lauginni og bingó. Hátíðin er skipulögð í breiðu samstarfi ýmissa stofnana í Suðurnesjabæ og styrkt af Sóknaráætlun Suðurnesja.